132. löggjafarþing — 18. fundur,  9. nóv. 2005.

Lánasjóður landbúnaðarins.

203. mál
[18:50]
Hlusta

Margrét Frímannsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það var virkilega tímabært að þessi umræða kæmi hér upp. Eins og hæstv. ráðherra veit hefur Samfylkingin lagt fram frumvörp, ekki bara um að fella niður stimpilgjöldin í heild sinni heldur líka endurfjármögnun á fasteignakaupum. Að mínu viti er um hreint rán ríkissjóðs að ræða af umræddri endurfjármögnun lána þegar bændur hafa í ákveðnum tilvikum farið yfir í aðrar lánastofnanir en Lánasjóður landbúnaðarins var seldur til. Söluandvirðið fór í lífeyrissjóðinn sem virkilega var þörf á að styrkja. En ef stimpilgjaldið hefði verið fellt niður af öllum þessum gjörningi þá hefði það komið betur út fyrir báða aðila. Ég fagna því að hæstv. ráðherra lýsir eindregnum stuðningi því að það vantaði aðeins herslumuninn að stjórnarflokkarnir samþykktu frumvarp síðasta vor um að fella niður stimpilgjöld af endurfjármögnun lána. En rétt á síðustu dögum þingsins breyttist það, því miður.