132. löggjafarþing — 18. fundur,  9. nóv. 2005.

Afsláttarkort vegna lækniskostnaðar.

152. mál
[19:34]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Ég vil þakka fyrir þessa fyrirspurn en mér finnst þetta vera nútíminn og menn ættu í rauninni að vera löngu komnir með þetta kerfi í gagnið. En það væri fróðlegt að fá að heyra frá hæstv. ráðherra nánar um þetta mál, þ.e. hvort kannað hafi verið hve háar fjárhæðir hafi dagað uppi hjá stjórnvöldum vegna þess að fólk hefur ekki sótt rétt sinn eða þær fjárhæðir sem það hefur átt rétt á. Það væri þá spurning, hæstv. ráðherra nefndi hér að það væri kostnaður við tölvukerfið, hvort það kæmi þá e.t.v. meiri kostnaður vegna þess að einhverjar verulegar fjárhæðir hefði dagað uppi eða hvort þetta væru óverulegar upphæðir. Það væri fróðlegt að fá að heyra það hjá hæstv. ráðherra.