132. löggjafarþing — 19. fundur,  10. nóv. 2005.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar 2004.

[11:15]
Hlusta

Sólveig Pétursdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég verð að viðurkenna að ég átta mig ekki alveg á því hvað hv. þingmaður er að fara. Var hann að spyrja um siðareglur fyrir æðstu embættismenn ríkisins? Það er auðvitað þannig að æðstu embættismenn ríkisins vinna samkvæmt lögum og ákvörðunarreglum. Þar að auki er í öllum stofnunum ákveðin starfsmannastefna og reglur sem gilda um verkefni sem þar eru rædd. Ég sé því ekki alveg hvers vegna hv. þingmaður hefur þessar áhyggjur. Hann gæti kannski skýrt það frekar.