132. löggjafarþing — 21. fundur,  15. nóv. 2005.

Aðstoð við fórnarlömb náttúruhamfaranna í Pakistan.

[13:47]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í kjölfar náttúruhamfaranna í Kasmír hefur ólýsanlegur harmleikur dunið yfir fólkið þar, fólk sem var ekki ríkt fyrir eða vel statt eftir áratuga stríðsrekstur í landinu. Við höfum ekki staðið okkur neitt sérstaklega vel, hvorki í þróunarhjálp né hjálparstarfi, og ég legg nú til við hæstv. fjármálaráðherra að hann grípi duglega ofan í budduna. Ég vil minna hann á að þeir peningar sem fara til útlanda valda ekki þenslu hér innan lands því það er víst aðalvandinn. Ég vil að hann standi sig ekki síður en gagnvart flóðbylgjunni miklu en það sýnir kannski tvískinnung okkar Íslendinga að það lentu engir hvítir menn í jarðskjálftunum í Kasmír en þeir urðu fyrir flóðbylgjunni.