132. löggjafarþing — 22. fundur,  16. nóv. 2005.

Fjáraukalög 2005.

144. mál
[12:36]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Heildarmyndin við afgreiðslu fjáraukalaga liggur ekki fyrir nú við afgreiðslu fjáraukalaganna í 2. umr. Þessi viðbót og breytingar sem ríkisstjórnin kemur nú með verður alfarið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Við höfum í umræðunni um fjáraukalögin gert athugasemdir við þessa málsmeðferð. Sumt sem ríkisstjórnin vill nú afgreiða á heima í fjárlögum hvers árs en ekki fjáraukalögum. Á það höfum við bent. Á þessari afgreiðslu ber ríkisstjórnin ábyrgð enda eru allar tillögur frá henni komnar.

Við þingmenn Frjálslynda flokksins munum sitja hjá við þessa afgreiðslu fjáraukalaganna.