132. löggjafarþing — 23. fundur,  16. nóv. 2005.

Rafræn sjúkraskrá.

257. mál
[19:11]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir það sem hv. þingmaður sagði um þessi mál. Ég undirstrika enn einn þátt í þessu. Sá er öryggið. Rafræn uppbygging í heilbrigðisþjónustunni eykur öryggi í þjónustunni. Það er algjört grundvallaratriði.

Varðandi þjónustuna þá er mikið grundvallaratriði sem ætti að spara tvíverknað t.d. á stórum spítala eins og Landspítala – háskólasjúkrahúsi að kerfin á spítalanum tali saman, ef svo má segja, þannig að hægt sé að halda utan um á einum stað allar upplýsingar um sjúklinga sem eru þar inni, halda utan um allar upplýsingar um rannsóknir sem hafa verið gerðar þannig t.d. að sjúklingurinn þurfi ekki að segja til nafns og kennitölu mörgum sinnum á mörgum stöðum við hverja rannsókn sem gerð er. Þetta er mjög áríðandi mál, mjög mikið mál hvernig sem á það er litið og ekki síst frá öryggissjónarmiði. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að hreyfa þessu hér.