132. löggjafarþing — 26. fundur,  21. nóv. 2005.

Dýravernd.

312. mál
[15:58]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Já, slóðaskapurinn í stjórnvöldum er illa afsakanlegur. Ég get tekið undir margt af því sem hv. þingmaður segir um þjóðþrifamálin.

Ég vildi kannski ítreka það í lokaandsvari mínu að þetta sýnir í rauninni hversu mikil þörf er orðin á því að skipta um ríkisstjórn því nýir vendir sópa betur en þeir gömlu og þá treysti ég því að hv. þingmaður geti staðið með mér í þeim efnum. Jafnvel þó svo að flokkar okkar mundu kannski ekki ná fullkominni sameiningu um Evrópusambandsmálin er ég algerlega sannfærð um að þeir tveir flokkar, Samfylkingin og Vinstri grænir, gætu staðið saman um ýmis þjóðþrifamál og þyrftu ekki að bíða eftir banki í bakið frá Evrópusambandinu til að framkvæma þau.