132. löggjafarþing — 27. fundur,  22. nóv. 2005.

Röðun mála á dagskrá.

[13:37]
Hlusta

Margrét Frímannsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er alveg hárrétt að um það var samkomulag að þessi mál yrðu tekin fyrir í dag. En það hvarflaði ekki að mér á þeim fundi að mál sem hæstv. forsætisráðherra flytur fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, mál sem ætla má að sé samkomulagsmál, mál sem mikið hefur verið í umfjöllun og allir vita að lögð er áhersla á að verði afgreitt héðan sem allra fyrst, væri ekki fyrst á dagskrá. Virðulegi forseti. Ekki hvarflaði annað að mér en að forgangsröð þingsins væri sú að hæstv. forsætisráðherra væri fyrstur á eftir atkvæðagreiðslum.