132. löggjafarþing — 27. fundur,  22. nóv. 2005.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[17:17]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir skýr svör og ég vona að í hv. nefnd beri menn gæfu til að fara vandlega yfir öll þessi mál þannig að þeim verði komið fyrir með sem bestum hætti eins og menn sjá fyrir um nýtingu orkunnar og einnig að virkjunarkostum verði raðað upp með hagsmuni framtíðar í huga og réttri nýtingu á landi.