132. löggjafarþing — 28. fundur,  23. nóv. 2005.

Að bera af sér sakir.

[12:17]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S):

Hæstv. forseti. Ég taldi ekki að ég væri að bera neinar sakir á hv. þingmann og allra síst var ég að víkjast undan því að svara fyrirspurnum frá hv. þingmönnum. Ekkert var óeðlilegt við fyrirspurnina en það sem ég gerði athugasemdir við og leitaði skýringa á, hvers vegna hv. þingmaður gerði lítið úr svörunum og vildi að þau væru önnur. Hafi ég borið á hann sakir með því að halda því fram að hann hafi verið á móti Kárahnjúkavirkjuninni bið ég hann forláts á því, en svörunum verður auðvitað ekki breytt. Þau eru á þennan hátt og hversu oft sem menn koma hingað til að bera af sér sakir út af því breytir það ekki því að þarna eru málin í þeim farvegi sem þeim er ætlað að vera samkvæmt okkar lögum og reglugerðum.