132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[10:39]
Hlusta

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég held að ekki sé nokkur ástæða til að hafa áhyggjur af því að ráðherrar verði ekki hér viðstaddir. Hún er orðin viðvarandi þessi umræða, þ.e. að þingmenn óska eftir því að þeir verði hér og því hefur auðvitað vel verið komið á framfæri við þá. Ég held að ekki standi annað til en að þeir verði viðstaddir þessa umræðu. Af þeim sökum getum við mjög vel hafið umræðuna og ekki er ástæða til þess að ætla annað en að þeir verði vakandi yfir henni eins og þeir hafa náttúrlega alltaf verið. Alla vega hefur því vel verið komið á framfæri við þá og ekki er ástæða til að tefja umræðuna þess vegna nú í sölum Alþingis, hæstv. forseti.