132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:57]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Vegna spurningar hv. þingmanns um hvernig eingreiðslu þeirri sem mun koma til útgreiðslu til þeirra er þiggja lífeyrisgreiðslur úr almannatryggingum í desember er því til að svara að þær teljast hluti af greiðslum lífeyristrygginganna og koma þar af leiðandi ekki til skerðingar á öðrum greiðslum lífeyristrygginga. Að öðru leyti fer með þær eins og greiðslur sem frá tryggingunum koma og svo eftir því hvernig það hefur síðan áhrif á aðrar tekjur viðkomandi óháð þeim greiðslum sem viðkomandi fær frá almannatryggingunum. Skerðingin sem hv. þingmaður var að tala um á því ekkert við í þessu tilfelli.