132. löggjafarþing — 29. fundur,  24. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[17:14]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er lítið að þakka hlý orð í garð hv. þingmanna Samfylkingarinnar, en í guðanna bænum ekki leggja fram fullskapað fjárlagafrumvarp, því að ef dæma má eftir þessum táknrænu tillögum þar sem skattarnir eru hækkaðir um á þriðja milljarð þá veit ég ekki við hverju við eigum að búast ef það kemur fullskapað fjárlagafrumvarp frá ykkur.