132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[10:28]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Við afgreiðslu fjárlaganna nú við 2. umr. munum við þingmenn Frjálslynda flokksins styðja eins og jafnan áður þær tillögur frá stjórnarandstöðu sem við teljum að horfi til bóta, ásamt því að taka afstöðu til þeirra tillagna ríkisstjórnarinnar sem við teljum að þjóni hagsmunum fólksins í landinu. Ríkisstjórnin er því miður að auka á misvægið í landinu með stefnu sinni. Það dregur í sundur með þeim sem lægri hafa launin og hinum sem hærri hafa launin. Sú stefna er í algerri andstöðu við hugmyndir okkar og stefnu í Frjálslynda flokknum. Að öðru leyti skýrist afstaða okkar við atkvæðagreiðsluna.