132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[11:18]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Hér er verið að leggja til að lækka framlög til sjúkrahúsa í landinu, þ.e. á liðnum Sjúkrahús, óskipt, um 40 millj. kr. Þetta er liður í svokölluðum sparnaði eða hagræðingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar. Það er táknrænt hvar það kemur niður. Það kemur einmitt niður á sjúkrahúsum. Hvar ætli þessi sjúkrahús séu líklegust til að vera? Jú, þetta eru einmitt sjúkrahús á landsbyggðinni. Þannig var það a.m.k. kynnt í fyrra og við stöndum enn frammi fyrir kröfum um lækkun á framlögum til litlu sjúkrahúsanna úti á landi. Þarna er ríkið að ná fram 40 millj. í hagræðingar- og sparnaðarskyni og það skal endilega látið koma niður á litlum sjúkrahúsum.

Frú forseti. Ég segi nei við þessu.