132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[11:56]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Ég held að landsmenn hafi fengið nóg af einkavæðingu og markaðsvæðingu rafmagns af hálfu hæstv. iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins. Hér er laumað inn möguleikum fyrir Rarik til að hlutafélagavæða sig að einhverju eða öllu leyti.

Ef ráðherra er á leiðinni með frumvarp sem lýtur að Rarik og stöðu Rafmagnsveitna ríkisins þá skal það bara koma inn í þingið. Þá ræðum við það efnislega í heild sinni í stað þess að búta Rarik niður með þessum hætti í einkavæðingaræði hæstv. iðnaðarráðherra í rafmagnsmálum. Við eigum bara að fá að fresta þessu máli, þ.e. heimild Rariks til að hlutafélagavæða sig, þangað til frumvarp ráðherra kemur fram og ræða þá heildstætt um það. Það eru vinnubrögð í lagi.