132. löggjafarþing — 30. fundur,  25. nóv. 2005.

Ábyrgðasjóður launa.

351. mál
[12:21]
Hlusta

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin og að staðfesta það hér að það urðu sem sagt veruleg meiri gjaldþrot á árunum 2003, 2004 og 2005 sem leiða til þess að óumflýjanlegt er að fara í þessa meira en tvöföldun á gjaldtöku til Ábyrgðasjóðs launa. Þetta gerist sem sagt mitt í öllu góðærinu. Þrátt fyrir það fjölgar gjaldþrotum svona mjög og meira er um að þar frjósi inni vangreidd laun til starfsmanna en menn gerðu ráð fyrir. Ég legg til að hæstv. félagsmálaráðherra fræði formann sinn, hæstv. forsætisráðhera, um að þetta sé nú að gerast þrátt fyrir allt í miðju góðærinu hans.