132. löggjafarþing — 36. fundur,  7. des. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[14:38]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl):

Virðulegi forseti. Stundum gerist það, reyndar ærið oft og kannski oftar en maður kærir sig um að muna, að maður finnur til skammar við atkvæðagreiðslu á Alþingi. Það gerist núna trekk í trekk þegar ég sé hvernig greidd eru atkvæði í málum sem varða gamla fólkið í landinu. Hvernig þessar ágætu breytingartillögur eru kolfelldar hver á eftir annarri.

Ég skammaðist mín líka um daginn þegar það var kolfellt að auka vasapeninga til gamla fólksins sem er á stofnunum. Þá skammaðist ég mín og ég skammast mín líka núna. Og ég tel að þeir sem hér hafa sagt nei, ekki bara við þessa atkvæðagreiðslu heldur líka atkvæðagreiðsluna sem var hér á undan, ættu að skammast sín. Ég segi já.