132. löggjafarþing — 45. fundur,  18. jan. 2006.

Eldi á villtum þorskseiðum.

185. mál
[13:13]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf):

Frú forseti. Ég vil byrja á að fagna fyrirspurn hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar um reynsluna af áframeldi á þorski. Þær upplýsingar sem komu frá ráðherra um að bæði reynslan af föngun seiða og áframeldi þeirra lofi góðu eru mjög jákvæðar. Það hefur orðið mikil þróun í fiskeldi á síðustu áratugum og þrátt fyrir að ekki hafi tekist vel til í að byggja upp laxeldi við okkar aðstæður, í sama mæli og í nágrannalöndunum, þá ber að hafa í huga að kjörhitastig þorsksins er lægra. Hann er því betur fallinn til eldis við íslenskar aðstæður en laxinn. Fiskeldi er jafnframt dæmigerð atvinnugrein fyrir landsbyggðina og því nauðsynlegt að hlúa vel að því.