132. löggjafarþing — 47. fundur,  20. jan. 2006.

Kjaradómur og kjaranefnd.

417. mál
[15:23]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Pétur H. Blöndal hefur oft og tíðum talað hreinlega niður til öryrkja og láglaunafólks og talið það geta lifað nánast á loftinu einu saman. Vegna ummæla hans áðan í ræðu um ástæðu launaskriðs á Íslandi tel ég rétt að fá alveg skýr svör frá þessum talsmanni Sjálfstæðisflokksins.

Í fyrsta lagi: Telur hann að launaskrið á Íslandi sé láglaunafólki að kenna?

Í öðru lagi: Er þingmaðurinn á móti því að lægstu laun á Íslandi hækki?

Ég held að það sé ágætt fyrir okkur öll og þjóðina að fá það alveg skýrt hvort þessi talsmaður Sjálfstæðisflokksins sé með þessa stefnu alveg skýra.