132. löggjafarþing — 47. fundur,  20. jan. 2006.

Kjaradómur og kjaranefnd.

417. mál
[15:41]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Niðurstaða okkar í stjórnarandstöðunni var sú að leggja til að engin hækkun komi á laun þeirra sem Kjaradómur felldi úrskurð um á því tímabili sem við leggjum til að stöðvunin vari. Á því tímabili verði hins vegar unnið nýtt lagafrumvarp um Kjaradóm og á grundvelli þeirra laga kveði Kjaradómur síðan upp þann dóm sem samrýmist því sem við höfum orðið sammála um við nýja lagasetningu.