132. löggjafarþing — 49. fundur,  23. jan. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[18:23]
Hlusta

Jóhanna Sigurðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður verður að tala skýrar. Ætlar hv. þingmaður að beita sér fyrir að slíkar jöfnunaraðgerðir verði teknar upp? Til dæmis að miðað verði við 18 ára í stað 16 ára og að gripið verði til sérstakra aðgerða ef um er að ræða fjölskyldu þar sem margir unglingar eru á heimilinu. Ég vil líka spyrja hv. þingmann hvort hann hafi skoðað það sérstaklega að skattleggja frekar íbúðir, að það verði gjaldtaka á hverja íbúð. Er hv. þingmaður tilbúinn að skoða hvort lögaðilar komi meira inn í þessa fjármögnun? Nú koma aðeins frá lögaðilum 300 millj. kr. af þeim 2,5 milljörðum sem þessi fjármögnun gefur. Ef það væri skoðað að skattleggja t.d. hverja íbúð og helmingurinn kæmi á lögaðila og helmingurinn á einstaklinga væri einungis um að ræða 9 þús kr. gjald á hverja íbúð, sem kemur auðvitað miklu sanngjarnar niður en 54 þús. kr. gjaldtaka þegar um er að ræða heimili með tvo unglinga með tekur yfir tilteknum mörkum. Ég vil því biðja hv. þingmann að (Forseti hringir.) skoða hug sinn í þessu efni.