132. löggjafarþing — 50. fundur,  24. jan. 2006.

Matvælarannsóknir hf.

387. mál
[14:31]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Hér er til umræðu frumvarp til laga um stofnun Matvælarannsókna hf. Lengi hefur verið í umræðunni að það væri upplagt að höfuðstöðvar Matvælarannsókna yrðu á Akureyri, m.a. lögðu þingmenn Framsóknarflokksins á það mikla áherslu — ég man eftir því fyrir síðustu kosningar.

Í þessu frumvarpi er tilgreint að það verði látið upp í hendurnar á forstjóra þessa hlutafélags hvar starfsemin muni eiga sér stað. Ef það er vilji ríkisstjórnarinnar að flytja störf og stofnanir út á land, af hverju er það þá ekki tilgreint í frumvarpinu? Ég spyr hæstv. forsætisráðherra að því.