132. löggjafarþing — 51. fundur,  25. jan. 2006.

Auglýsingar kringum barnatíma í sjónvarpi.

294. mál
[12:29]
Hlusta

Jón Kr. Óskarsson (Sf):

Frú forseti. Ég álít að þetta sé mjög viðkvæmt mál sem beri að fara varlega með hjá fjölmiðlum því áreitið á börn er geypilega mikið. Í sambandi við vínauglýsingar í fjölmiðlum er það náttúrlega mjög vandmeðfarið mál. Við vitum að við erum að horfa á erlendar stöðvar út og suður, margar með íþróttum og hvar eru íþróttirnar og hvar eru auglýsingarnar? Þær eru yfirgnæfandi um vín og tóbak og hvers vegna skyldi það vera?

Ég hvet hæstv. menntamálaráðherra til að fara mjög varlega með þessi mál gagnvart börnum.