132. löggjafarþing — 53. fundur,  26. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[11:14]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hvað varðar rannsóknir á stórum landsvæðum með tilliti til nýtingar, hvort sem það er til orkuöflunar eða annarra þátta, þá tel ég reyndar að opinberir aðilar eigi að koma að því og þá samkvæmt rammaáætlun og samkvæmt forgangsröðun í þeim efnum. Þegar ákvörðun hefur verið tekin um að verja einhverju svæði til virkjunar þá sé því úthlutað eða það fellt eftir atvikum. Ég er þeirrar skoðunar að rannsóknarleyfi á lífríki Skagafjarðar eigi ekki að vera markaðsvara einhverra sem hafa peninga eða pólitísk tengsl til þess að komast yfir það.

Ég hef áhyggjur, frú forseti, af ráðherranum sem hér kemur en virðist ekki geta skilið út á hvað yfirlýsingin gengur. Hún er dregin sitt og hvað fram og til baka. Á það sama við um það þegar hæstv. ráðherra telur að hér megi byggja þrjú álver, það komi Kyoto-bókuninni ekkert við? Frú forseti, (Forseti hringir.) ég hef áhyggjur af þessu.