132. löggjafarþing — 53. fundur,  26. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[17:44]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður tekur undir það með hæstv. iðnaðarráðherra að eitthvert ófremdarástand sé á vesalings orkufyrirtækjunum og þau þurfi greiðari aðgang að því vatnsafli sem eftir á að virkja í landinu, þótt fjöldi kosta sé til staðar sem hægt væri að ráðast í en orkufyrirtækin eru þeirrar náttúru að vilja alltaf meira.

Þar með hefur Samfylkingin ákveðið að greiða götu orkufyrirtækjanna að þeim nýtingarkostum sem eftir eru í vatnsafli á Íslandi. Ég vil að hv. þingmaður staðfesti þann skilning minn og að það hafi aldrei verið ætlunin hjá Samfylkingunni — sem var þá misskilningur hjá mér — að þæfa þetta mál vegna þess að hún hefði breytt um stefnu í umhverfismálunum. Það virðist ekki hafa átt að vera stefna flokksins í umhverfismálum eða fyrir stefnu þeirra að hv. þingmenn Samfylkingarinnar stóðu með þingmönnum Vinstri grænna í að þæfa málið. Vinstri grænir vildu (Forseti hringir.) umfram allt fresta því að (Forseti hringir.) orkufyrirtækin færu í þá vatnsaflskosti sem eftir eru.

(Forseti (SP): Hv. þingmenn hafa aðeins eina mínútu í seinni ræðu sinni.)