132. löggjafarþing — 53. fundur,  26. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[17:59]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil áfram spyrja hv. þingmann: Hvernig hugnast honum þetta tímabil sem nú er millistigstímabil að einhverri framtíðarsýn á því tímabili sem verður opinn markaður fyrir fyrirtæki til að komast í háhita og vatnsaflsauðlindir? Telur hann að það tímabil eigi ekki að nýta frekar til að stuðla enn frekar að grunnrannsóknum á vegum hins opinbera og skoða betur hvaða verðmæti liggja í háhitasvæðunum með tilliti til auðlinda, til örvera, til ímyndar landsins, áður en við gefum skotleyfi á (Forseti hringir.) landið og miðin í þeim tilgangi einum að ná þessum rannsóknarrétti og virkjanarétti í framtíðinni?