132. löggjafarþing — 83. fundur,  11. mars 2006.

Framhald umræðu um frumvarp til vatnalaga.

[11:34]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Það eru nokkuð margir hv. þingmenn sem vilja ræða um fundarstjórn forseta en af þessu tilefni vill forseti rifja það upp að hún sá einhvern tímann ummæli í þingtíðindum þar sem forseti hafði einmitt verið að grennslast eftir því við þingmanninn hvenær hann héldi að hann lyki ræðu sinni. Þá sagði þingmaðurinn eitthvað á þá leið: Ja, frú forseti, ég get eiginlega ekki sagt til um það hve mikið er eftir af ræðu minni fyrr en hún er búin.