132. löggjafarþing — 85. fundur,  14. mars 2006.

Bréf frá formanni UMFÍ.

[15:19]
Hlusta

Margrét Frímannsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Af því það hefur komið fram í umræðunni að menn hafa kallað eftir vinnu við samkomulag um áframhald umræðunnar, þá vil ég að komi hér fram að hæstv. forseti, Sólveig Pétursdóttir, er á áríðandi fundi annars staðar. Strax þegar hæstv. forseti kemur hér aftur til starfa höldum við auðvitað áfram að ræða um framgang þingstarfa á næstu klukkutímum að minnsta kosti. Þó við komumst ekki mikið lengra en það.

En það er fullur vilji, eins og margoft hefur komið fram hjá forseta, að reyna að ná um það samkomulagi við formenn þingflokka hvernig þingstörfum er háttað.