132. löggjafarþing — 91. fundur,  22. mars 2006.

Hreyfing sem valkostur í heilbrigðisþjónustu.

560. mál
[14:18]
Hlusta

Jón Kr. Óskarsson (Sf):

Frú forseti. Mig langar að byrja á að geta þess að bæjarstjórn Hafnarfjarðar ákvað fyrir þremur árum að taka upp styrki og greiða 2.000 kr. á mánuði fyrir íþróttaiðkun 10 ára barna. Það jók geypilega þátttöku í íþróttum. Hvað eru íþróttir og hreyfing annað en forvarnastarf?

Um síðustu áramót ákvað bæjarstjórn Hafnarfjarðar að hækka þennan aldur upp í 12 ár. Hvað gerist á næstu mánuðum? Það mun tíminn leiða í ljós. En ég tek heils hugar undir það að hreyfing og íþróttir eru stórkostlega til bóta fyrir heilsu og forvarnastarf fyrir fólk á öllum aldri.