132. löggjafarþing — 99. fundur,  4. apr. 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[14:11]
Hlusta

Frsm. minni hluta menntmn. (Mörður Árnason) (Sf) (andsvar):

Forseti. Það vekur athygli þegar litið er á þetta frumvarp að í 1. gr. þess er kveðið á um að Ríkisútvarpið verði hlutafélag. Í 3. gr. frumvarpsins er kveðið á um að Ríkisútvarpið hafi það hlutverk að reka hvers konar útvarpsþjónustu í almannaþágu. Nú fer þetta ekki vel saman, útvarpsrekstur í almannaþágu og það að vera hlutafélag, m.a. vegna þeirrar leyndar sem hlutafélagalögin gera ráð fyrir um starfsemi og rekstur félagsins. Hún er andstæð því hlutverki að reka útvarpsþjónustu í almannaþágu. Hugmynd hefur verið á kreiki um að bæta úr þessum ágalla með því að láta upplýsingalög gilda um Ríkisútvarpið hf. Ég spyr hv. formann menntamálanefndar og framsögumann meiri hluta þeirrar nefndar: Af hverju er þeirri hugmynd hafnað af meiri hlutanum og ráðherranum?