132. löggjafarþing — 102. fundur,  11. apr. 2006.

Skráning losunar gróðurhúsalofttegunda.

713. mál
[00:27]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Maður heitir Pétur Reimarsson. Hann er verkefnisstjóri umhverfismála hjá Samtökum atvinnulífsins. Hinn 18. þessa mánaðar lýsti hann því yfir, ég er með frétt úr Ríkisútvarpinu, að þar sem skuldbindingar Íslendinga gagnvart Kyoto-bókuninni væru þjóðréttarlegs eðlis væri það ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að nægar heimildir til koldíoxíðslosunar væru til staðar í landinu.

Er hæstv. umhverfisráðherra sammála þessari yfirlýsingu eða telur hún að það sé fyrirtækjanna að afla sér heimilda til koldíoxíðslosunar með öðrum hætti ef þær eru ekki fyrir hendi sjálfkrafa?