132. löggjafarþing — 103. fundur,  11. apr. 2006.

Viðræður í varnarmálum.

[12:05]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Það væri ákaflega áhugavert að fá að vita hvað liggur í þessum mismunandi skilaboðum sem hv. þm. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gerði að umræðuefni. Sagt var á fundum um daginn að utanríkismálanefnd yrði upplýst um málið og haldið vel upplýstri um stöðu þessara mála. Þess vegna er ekki óeðlilegt að spurt sé héðan úr þessum ræðustól hvort upplýsingar sem verið hafa í fjölmiðlum eigi við einhver rök að styðjast eða hvort misskilningur sé á milli tveggja hæstv. ráðherra í ríkisstjórninni.