132. löggjafarþing — 103. fundur,  11. apr. 2006.

Stjórn fundarins.

[12:28]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég ætla að vanda mig við að halda mig við fundarstjórn forseta af því að ég er nefnilega ekki fylgjandi því að færa umræðuna yfir á röng málefni. Þegar ræða á um störf þingsins er oft verið að ræða eitthvað allt annað en störf þingsins og þegar ræða á um fundarstjórn forseta er verið að ræða allt annað. (Gripið fram í.) Þetta er fundarstjórn forseta.

Ég ræddi við hv. þm. Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir fundinn vegna þess að það komu fram tvær hugmyndir um umræður um störf þingsins, að við skiptum með okkur tímanum, fengjum 10 mínútur hvort. Það varð ekki. Fundarstjórn forseta var þannig að mitt málefni, sem ég tel ekkert minna merkilegt, að Hæstiréttur hafi dæmt lög frá Alþingi ómerk, fékk bara tvær ræður. Mér finnst það ekkert ómerkilegra. Mér finnst það reyndar mikið merkilegra. En það fékk bara tvær ræður. Þetta er um fundarstjórn forseta.