132. löggjafarþing — 107. fundur,  24. apr. 2006.

Sinfóníuhljómsveit Íslands.

402. mál
[17:12]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Hér talar þingreyndur formalisti. Ég heyri ekki betur en hann hafi mikið til síns máls. Ég ítreka að ég tel að forseti eigi að staldra við og íhuga hvort þetta sé ekki rétt, hvort ekki beri með einhverjum hætti að stöðva þessa umræðu og fá lagfæringu á þessu.

Nefndin kemur saman á morgun. Það er auðvelt fyrir hana að lagfæra þetta mál með því að taka þetta fyrir á fundi sínum á morgun. Þeir munu verða tveir, að mér skilst á formanninum. Síðan mætti halda áfram umræðum um málið þannig að engir meinbugir séu á gagnvart þingskapalögum okkar.