132. löggjafarþing — 113. fundur,  2. maí 2006.

Dagskrá fundarins.

[19:15]
Hlusta

Arnbjörg Sveinsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég ætla að nýta þennan tíma einmitt til þess að ræða um fundarstjórn forseta og benda á það að þessi dagskrá liggur fyrir og það er engin ástæða til annars en að halda þessari dagskrá. Ég treysti því að við höldum bara áfram eins og leið liggur niður eftir dagskránni og þingmenn greiði fyrir þingstörfum með því að ræða mjög málefnalega þau mál sem liggja fyrir. Næst liggur þá væntanlega fyrir, hæstv. forseti, að hæstv. fjármálaráðherra mæli fyrir þriðja málinu sem er á dagskrá.