132. löggjafarþing — 118. fundur,  31. maí 2006.

hrefnuveiði.

772. mál
[15:36]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég verð að segja að ég hef ákaflega litla trú á þessum ræðum hæstv. sjávarútvegsráðherra og þeim rannsóknum sem hann og hans menn hafa í raun og veru pantað hjá fiskifræðingunum og eru öðrum þræði til að réttlæta hinar svokölluðu vísindaveiðar á hrefnu og viðhalda einhvers konar íslenskum málstað í hvalveiðimálum.

Menn vita því miður ekki margt um vistfræði hafsins. Ástæðan er m.a. sú að hér á Íslandsmiðum hefur Hafrannsóknastofnun verið falið það hlutverk að rannsaka nytjastofnana, rannsaka þess vegna ekki aðra líffræði hafsins fyrr en alveg nýlega. Ég kallaði umræðu af þessu tagi einu sinni pólitískan bjánahátt. Það var annar ráðherra sem þá sat en ég held að þau ummæli eigi nú í heild vel við um þessa vísindamennsku sjávarútvegsráðherra.