132. löggjafarþing — 118. fundur,  31. maí 2006.

afnám verðtryggingar lána.

755. mál
[18:09]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Valdimar L. Friðriksson) (Sf):

Frú forseti. Ég vil byrja á að þakka ráðherra fyrir svörin og fagna því að skipuð skuli hafa verið nefnd til að fara betur yfir þessi mál. Ég held að það sé nauðsynlegt fyrir almenning að komist verði að skýrri niðurstöðu til að upplýsa menn um þetta kerfi sérstaklega þar sem mjög oft hefur verið mikil og neikvæð umræða um verðtrygginguna. En mig langar að spyrja hæstv. ráðherra um þær vangaveltur sem eru uppi, t.d. síðast í gær í Kastljósi, um að verðtryggingin gæti í rauninni verið ein af orsökum óstöðugleikans í dag þar sem hún dregur úr áhrifum stýrivaxta Seðlabankans. Mig langar að heyra álit hæstv. ráðherra á þeirri fullyrðingu að verðtryggingin gæti verið orðin ein af orsökum óstöðugleikans.