133. löggjafarþing — 7. fundur,  5. okt. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[12:27]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að óska nýjum formanni fjárlaganefndar til hamingju með starfið og ég sé það á öllu talnadæminu sem hann fór með að hann hefur lesið talsvert í frumvarpinu enda drengurinn ágætlega skýr, hv. þingmaður.

Þú sagðir, hv. þingmaður, að það væri stefna Frjálslynda flokksins að rústa íslenskan sjávarútveg. Þetta er náttúrlega algert öfugmæli og þótt við höfum oft gert sjávarútvegsmál að umræðu hér, þá er ekki hægt að skamma fólkið sem vinnur í sjávarútveginum fyrir að vinna eftir lögunum. Það er hægt að skamma þá sem vilja hafa lögin eins og þau eru.