133. löggjafarþing — 7. fundur,  5. okt. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[14:16]
Hlusta

samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Til að forðast allan misskilning þá liggur það fyrir að ríkisstjórnin tók ákvörðun um það sl. þriðjudag að aflétta svokölluðu útboðsbanni og strax í kjölfar þeirrar ákvörðunar gerði ég stofnunum samgönguráðuneytisins grein fyrir því. Þar með og um leið var hafin vinna við að undirbúa það að koma þeim verkum sem fært var af stað og í útboð og gera grein fyrir þeim tímasetningum sem mögulegt væri að miða við í þeim efnum. Þannig að það er allt á eðlilegu róli.