133. löggjafarþing — 7. fundur,  5. okt. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[18:14]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Þetta var vissulega ánægjulegt svar, ef ég tek það þannig frá hæstv. varaformanni fjárlaganefndar, Einari Oddi Kristjánssyni. Það er gott til þess að vita, bæði fyrir mig og aðra sem starfa að íþróttahreyfingunni að það megi vænta þess að framlög muni stóraukast í vinnslu fjárlaganefndar frá því sem fram kemur í þessu fjárlagafrumvarpi.

En það er alveg skýrt að ítreka að miðað við eins og frumvarpið stendur núna, þá er um að ræða stórfelldan niðurskurð hjá ríkisvaldinu til íþrótta- og tómstundamála. Ég ætla leyfa mér að taka þessi orð hv. þm. Einars Odds Kristjánssonar alvarlega og treysta á þau.