133. löggjafarþing — 8. fundur,  9. okt. 2006.

Stóriðjustefna og virkjanaleyfi.

[15:17]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F):

Hæstv. forseti. Það vita nú allir hvaða ákvarðanir hafa verið teknar um Gullfoss og óþarfi að eyða miklum tíma í það. Því hefur ekki verið breytt. Svipuðu máli gegnir um annað sem hv. þingmaður nefndi.

Það er ákaflega mikill misskilningur að rannsóknarleyfi megi ekki setja með skilyrðum. Það er mjög mikill misskilningur. Það má setja margháttuð skilyrði og skilmála um rannsóknarleyfi. Auk þess liggur fyrir að það er ekkert gefið til kynna með rannsóknarleyfum um framhald, hvorki um það hvaða aðili það er sem fær hugsanlegt framkvæmdaleyfi eða hvort framkvæmdaleyfi yfir höfuð verður veitt. Þetta er mikill misskilningur.