133. löggjafarþing — 8. fundur,  9. okt. 2006.

4. fsp.

[15:39]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F):

Virðulegur forseti. Þetta hljómaði eins og stjórnvöld væru jú að gera eitthvað gott en að engin stefnumótun væri í málaflokknum en það er alls ekki þannig. Eins og ég var að lýsa hér áðan erum við nýbúin að fara í gegnum stefnumótun í málefnum barna sem eru með geðraskanir. Þetta er sá hópur sem við höfum talið að væri mjög brýnt að sinna vegna þess hve mörg börn greinast og þetta er vaxandi hópur í samfélaginu, þ.e. börn sem eru haldin geðröskunum. Þetta á sér stað á öllum Vesturlöndum, þetta er ekkert einangrað fyrirbæri hér á Íslandi, þannig að við erum búin að fara í gegnum víðtæka stefnumótun þar og það er auðvitað víðtæk stefnumótun búin að fara fram á grundvelli fjármagnsins eða sem símapeningurinn svokallaður verður notaður í og það er stefnumótunin sem ég lýsti hérna áðan sem farið hefur fram aðallega á vegum félagsmálaráðuneytisins undir forustu Dagnýjar Jónsdóttur alþingismanns, þannig að það hefur farið fram víðtæk stefnumótun en hún er ekki búin. Við erum að vinna áfram að þessum málum (Forseti hringir.) og það eru fjölmörg önnur mál sem við þurfum að leggja í á næstunni. Þar er hægt að nefna hér Sogn sem er nýbúinn að vera í umræðunni og sem væri gaman að ræða við betra tækifæri hér.

(Forseti (SP): Forseti vill biðja hv. þingmenn og jafnframt ráðherra um að reyna að virða þann ræðutíma sem þeim er ætlaður hér.)