133. löggjafarþing — 9. fundur,  10. okt. 2006.

fjáraukalög 2006.

47. mál
[17:22]
Hlusta

Árni Steinar Jóhannsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir þetta svar vegna þess að við í Vinstri grænum erum auðvitað alltaf logandi hrædd við þær kerfisbreytingar sem hæstv. ríkisstjórn er að framkalla og erum þess vegna með spurningar um hvort menn hyggi á frekari sölu ríkiseigna. Og er raforkugeirinn þá fyrst og fremst undir.

En það gleður mitt hjarta ef menn telja að sú aukning á útgjöldum sem menn sjá fram í tímann rúmist innan þeirra langtímaáætlana sem menn eru að tala um.