133. löggjafarþing — 10. fundur,  11. okt. 2006.

staðan á viðskiptabankamarkaði.

107. mál
[13:50]
Hlusta

viðskiptaráðherra (Jón Sigurðsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég get borið fulla virðingu fyrir þeim sjónarmiðum sem hv. þingmaður lét í ljós um þessi gjöld um leið og ég minni á samningsfrelsi og samningsábyrgð í samfélaginu.

Ég get líka getið þess rétt til upplýsingar að það er mikið unnið að því að þroska áfram rekstrarskipulag og rekstrarform í greiðslukerfunum og einmitt með tilliti til aðkomu og tengsla við bankana.