133. löggjafarþing — 10. fundur,  11. okt. 2006.

húsaleigubætur.

108. mál
[14:18]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Magnús Stefánsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að taka þetta mál upp en ég ítreka það sem ég sagði í fyrri ræðu minni að þetta er mál sem við munum ræða við sveitarfélögin á samráðsvettvangi ríkis og sveitarfélaga. Ég ítreka einnig það sem ég sagði, að ég hef þegar rætt þetta við nýjan formann Sambands sveitarfélaga. Við erum því sammála um það, ég og hv. þingmaður, að þetta mál verði rætt á þeim vettvangi.

Að öðru leyti hef ég engu við það að bæta sem ég fór yfir í fyrri ræðu minni nema því sem ég hef ítrekað nú.