133. löggjafarþing — 10. fundur,  11. okt. 2006.

þjónusta á öldrunarstofnunum.

118. mál
[14:30]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf):

Frú forseti. Að hluta til fagna ég þessari umræðu um þjónustu á öldrunarstofnunum. En ég velti því fyrir mér hvort þetta sé kannski dæmi um stöðuna í þjónustu við aldraða að hér á hinu háa Alþingi skulum við þurfa að rísa upp til að ræða um þvott vistmanna. Er ekki á hreinu hver eigi að sjá um þvottinn og hver eigi að greiða fyrir hann o.s.frv.?

En eins og kom fram í máli hv. þm. Þórdísar Sigurðardóttur, hér áðan, þá á þessi þjónusta að sjálfsögðu að vera til staðar og á að vera samþætt milli stofnana. Þvotturinn þarf að sjálfsögðu að vera á hreinu.