133. löggjafarþing — 11. fundur,  12. okt. 2006.

ný framtíðarskipan lífeyrismála.

3. mál
[16:12]
Hlusta

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég tek eftir því að hv. þingmaður, ritari Framsóknarflokksins, svarar ekki afdráttarlaust þeirri spurningu sem ég lagði fyrir hana. Ég tek þó eftir því að hún talaði um yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar en ekki um samkomulag.

Nú er það svo að kaupmáttur eldri borgara, eins og ég hef hér gert að umtalsefni, hefur rýrnað mjög verulega frá því að núverandi ríkisstjórn tók við. Núna liggur það fyrir að einungis þriðjungur af þessum litlu breytingum sem hefur verið talað um í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar — sem sumir kalla samkomulag — er raunveruleg bót. Hinn hlutinn, tveir þriðju hlutar, rétt heldur í við verðbólgu miðað við verðbólguspá ríkisstjórnarinnar.

Virðulegi forseti. Er ritari Framsóknarflokksins ánægð með þessa niðurstöðu?