133. löggjafarþing — 18. fundur,  1. nóv. 2006.

útræðisréttur strandjarða.

140. mál
[15:23]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F):

Hæstv. forseti. Það reiknast til misskilnings að ruglast á lýsingu í riti og stefnulýsingu eða óskalista. (SigurjÞ: Á ég að halda áfram með hana?) Það er mikill munur á því hvort menn eru blindir á staðreyndir og eru kannski að harma þær eða hvort menn hvetja til tiltekinnar þróunar. Ég hef reynslu sem íslenskukennari og þekki þetta vandamál hjá nemendum.

Það er hins vegar talsverður samhljómur í því sem hér hefur komið fram um viðhorf til þessara fornu réttinda strandbænda. En ég vísa aftur til þess sem ég sagði um lögformleg rök og stjórnsýsluaðstæður í fjölskipaðri ríkisstjórn.