133. löggjafarþing — 21. fundur,  6. nóv. 2006.

erlent vinnuafl og innflytjendur.

[15:28]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Magnús Stefánsson) (F):

Virðulegi forseti. Varðandi það sem hv. þingmaður hefur vitnað í um tímasetningar á skilum þess starfs sem annars vegar lýtur að innflytjendaráði og hins vegar varðandi nefndina sem vinnur að málefnum útlendinga á íslenskum vinnumarkaði vitnar hann í nefndarálit félagsmálanefndar þar sem það kemur fram. Það er rétt. Hins vegar þekki ég því miður ekki hvort fyrirheitin hafa verið gefin af hálfu félagsmálaráðuneytisins. Ég verð þá bara að kynna mér það. (Gripið fram í.) Vegna þess að ég var ekki þá í því ráðuneyti.

En ég bara ítreka að varðandi Rúmeníu og Búlgaríu liggur ekki fyrir endanleg niðurstaða um það en ég vonast til að það verði sem fyrst. (Gripið fram í.)